LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiTunnumerki
Ártal1963-1980

ByggðaheitiDjúpivogur
Sveitarfélag 1950Búlandshreppur
Núv. sveitarfélagDjúpavogshreppur
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiFreyr Jóhannesson

Nánari upplýsingar

Númer2014-99-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð2,1 x 2 x 0,08 cm
EfniÁl

Lýsing

Tunnumerki Arnareyjar hf., Djúpavogi. Fyrirtækið saltaði síld frá 1963-1980, að undanskildum árunum 1972-1975 (Hreinn Ragnarsson, 2007, 348).

Tunnumerki, söltunarmerki. Lítil plata úr málmi eða öðru efni, líkist oft mynt. Yfirleitt merkt því fyrirtæki sem gaf það út. Tunnumerki giltu sem ávísun á opinberan gjaldmiðil, fyrir vinnu í  þágu fyrirtækisins, í þessu tilfelli fyrir söltun og niðurlögn á síld í tunnu. Orðin tunnumerki eða söltunarmerki finnast ekki í Orðabók Háskóla Íslands. Tunnumerki voru notuð á Íslandi á árunum 1920-1990, en ekki er útilokað að notkun þeirra hafi átt sér stað fyrr (Freyr Jóhannsson, 2006, 3).

 


Heimildir

Freyr Jóhannesson. 2006. Íslensk tunnumerki.

Hreinn Ragnarsson. (2007). Söltunarstaðir á 20. öld. Í Benedikt Sigurðsson o.fl., Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga. Reykjavík: Nesútgáfan.

Þetta aðfang er í Síldarminjasafni Ísland. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt munum sem snerta líf hins venjulega manns í hinum dæmigerða síldarbæ. Ógerlegt að telja gripi, um slíkan fjölda er að ræða. Ætla má að um helmingur safnskostsins sé skráður í aðfangabók eða í spjaldskrá en hinn helmingurinn er algjörlega óskráður. Skráning í Sarp er á byrjunarstigi.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.