LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiVaðmál
Ártal1900-1950

StaðurGvendarstaðir
ByggðaheitiKaldakinn
Sveitarfélag 1950Ljósavatnshreppur
Núv. sveitarfélagÞingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

GefandiKristín Helgadóttir 1930-

Nánari upplýsingar

Númer2015-21
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn S-Þingeyinga
Stærð200 x 135 cm
EfniUll
TækniVaðmál

Lýsing

Vaðmálsdúkur, brún með appelsínurauðum og brúngráum röndum. Ullin var þvegin og hreinsuð heima "tekið ofanaf" og búin að öllu leyti til kembingar, en síðan kembd og sett í lopa í kembivélum á Halldórsstöðum í Laxárdal og síðar á Húsavík. Þegar kom fram um 1920 var spunnið á spunavél, en áður á rokka. Eins og áður getur var gengið frá dúknum í Gefjun á Akureyri þegar meira var til vandað.

Dúkurinn er í góðu ástandi, en klippt hefur verið talsvert í hann miðjann.

Þetta aðfang er varðveitt hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga. Miðstöðin er regnhlíf yfir margs konar starfsemi og söfn, m.a. Byggðasöfn Suður- og Norður-Þingeyinga. Munir eru um 7 þúsund og er stærsti hlutinn skráður í Sarp. Engar myndir hafa verið settar inn í Sarp og texti er ekki prófarkalesinn. Mikil vinna hefur verið lögð í að yfirfara geymslur og sýningar safnsins að undanförnu með því markmiði að skrá og mynda alla muni.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.