LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiStrauvél
Ártal1920-1960

LandÍsland

GefandiIngibjörg Ásgeirsdóttir 1938-, Stefán Jónsson 1934-

Nánari upplýsingar

Númer2010-19
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð61 x 40,5 x 30 cm
EfniMálmur, Tau

Lýsing

Á rúllunni sjálfri er drapplitað tau. Í vélinni er 230 cm löng rafmagnssnúra með hvítum tengli. Einnig er tengt við vélina fótstigi með grárri snúru sem er 115,5 cm löng. Framan á vélinni stendur  "PHILIPS" og þar eru 3 takkar. Á annari hliðinni er áföst málmplata sem á stendur meðal annars " LIAB LINDESBERGS INDUSTRI AB (,) SERIE NR. 15826". Á vélinni er gráleit plasthlíf með teygju að neðan, en plastið er orðið nokkuð illa farið og rifið á nokkrum stöðum. Rafmagnsstrauvélina átti Ragnar Karlsson geðlæknir en hann keypti vélina út í Bandaríkjunum. Síðan gaf hann móður sinni, Ástu Sigurjónsdóttur á Akureyri, vélina og notaði hún hana. Þegar Ásta flutti til Reykjavíkur þá sendi hún Þórunni Loftsdóttur mákonu sinni, f. 17.11.1912, á Dalvík vélina en þetta var u.þ.b. 1970-72. Síðan fékk Ingibjörg Ásgeirsdóttir, gefandi, vélina frá móður sinni um 1995.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.