LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiStólkambur
Ártal1850-1900

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiErlendur Magnússon 1849-1909

Nánari upplýsingar

Númer5142/1904-73
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð26,6 x 18 cm

Lýsing

Stólkambar.  Það eru stórir og grófir kambar, hver kambur 26,6 x 18 sm.  Undirkamburinn er festur á svokallaðan stól, er gerður er úr 5 fjölum, stendur ein beint upp, l. 72,5 sm., og út frá henni, 46,3 sm. frá neðri enda, gengur önnur fjöl, 86 sm. að lengd, 18 sm. frá bakfjölinni gengur upp úr þessari fjöl önnur 21 sm. að hæð: allar þessar 3 fjalir eru um 16 sm. á breidd og um 2 sm. á þykt.  Ofan á efri enda bakfjalarinnar og stuttu fjalarinnar eru settar 2 mjóar ( um 6,5 sm. br.) fjalir með opi á milli og er skaptinu á neðra kambinum smokkað þar niður á milli og fest með fleyg er gengur inn öðru megin fyrir ofan skaptið en neðan fjalirnar.  Endinn á skaptinu gengur útum bakfjölina og er þar gerð skora niður á hana fyrir því, svo að það getur ekki gengið niður, en kamburinn liggur í mjóu fjölunum að nokkru leyti.  Skaptið fellur vel á milli mjóu fjalanna og er kamburinn vel fastur í.  Þá er kembt er mun eiga að setja stólfjölina (löngu fjölina) ofan á rúm eða stól, eða því um líkt, og sitja á henni klofvega með kambana fyrir framan sig.  Í þessum kömbum var hægra að kemba flóka, hrosshár o.fl. , er erfitt var að kemba, því að halda mátti um þann kambinn, er dreginn var, með báðum höndum.  Gefnir af Erlendi Magnússyni gullsmið í Reykjavík.

Sýningartexti

Stólkambar til að kemba í ull. Undirkamburinn er festur á eins konar opinn kassa efst á lóðréttri fjöl með fótum, í hana gengur lárétt fjöl og myndar botninn, liggur hinn endinn á rúmi og sat þar á sá sem kembdi. Hann hélt á lausa kambinum, og varð þetta því léttara verk en að hann héldi á tveimur kömbunum, hvorum í sinni hendi, sem venjulegast var. Frá 19. eða upphafi 20. aldar.
5142

Stólkambar til að kemba í ull. Undirkamburinn er festur á eins konar opinn kassa efst á lóðréttri fjöl með fótum, í hana gengur lárétt fjöl og myndar botninn, liggur hinn endinn á rúmi og sat þar á sá sem kembdi. Hann hélt á lausa kambinum, og varð þetta því léttara verk en að hann héldi á tveimur kömbunum, hvorum í sinni hendi, sem venjulegast var. Frá 19. eða upphafi 20. aldar.
5142

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.