LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiFaldhnútur
Ártal1875-1885

LandÍsland

Hlutinn gerðiGuðrún Gísladóttir
GefandiGuðrún Eiríksdóttir 1930-
NotandiÞórunn Björnsdóttir 1856-1949

Nánari upplýsingar

Númer2007-11-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð40,5 x 15,5 cm
EfniSilki
TækniHandsaumur

Lýsing

Faldhnútur úr 6,7 cm breiðum hvítum silkiborða. Faldhnúturinn er hluti af heilum skautbúningi nr. 2007-11-1 til og með 8. Faldhnútur er festur undir blæjuna að aftan til þess að hylja samskeyti á blæju og koffri eða höfuðspöng. Búninginn saumaði Guðrún Gísladóttir frá Villingavatni, f. 1815, d. 1889. Hún var gift Birni Björnssyni, bónda í Heiðarbæ og Helgadal. Guðrún saumaði búninginn handa yngstu dóttur sinni, Þórunni. Hún var fædd árið 1856, d. 1949, og því má ætla að búningurinn sé frá því um 1875-1885.
Gefandi er Guðrún Eiríksdóttir, f. 31.10.1930. Auk skautbúningsins gaf hún safninu peysuföt, dagtreyju og sjöl (sjá Þjms. 2007-11-9 o.áfr.).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.