LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiStokkur
Ártal1700-1800

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer5397/1906-79
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð19,4 x 15 x 10,5 cm
EfniBeyki, Fura
TækniTrésmíði

Lýsing

Smástokkur með bókarlagi, úr furu, nema spjöldin, sem eru úr bæki: hefur verið með dragloki móti kjölnum, en það vantar nú. L. 19,4 cm. á kjöl, en 17,1 um op, þ. 10,5 um kjöl og br. 15 mest, spjöld 10,2 og 10,4 cm. : er útskorinn brugðningur eða hnútur á öðru, en hringur með 2 þríhyrningum, brugðnum saman í sexhyrning, og blóm um , á hinu. Á kjölnum eru upphækkuð bönd, 5.  Negldur saman með trjenöglum. Hefur verið laglega gerður, vel skorinn.  Sennilega frá 18. öld.

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, mars 2010:
Við tiltekt í geymslum fannst draglok með þessu númeri. Það er augljóslega nýsmíð en passar á stokkinn og hefur augljóslega verið smíðað fyrir hann, að líkindum af starfsmanni safnsins eða fyrir beiðni safnsins. Það hefur nú verið sameinað stokknum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana