LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSöðull

LandÍsland

GefandiPike Ward

Nánari upplýsingar

Númer14546/1950-280
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniLeður
TækniLeðuriðja

Lýsing

Söðull, aldrifin, með fallega drifnum látúnsþynnum, eru þrjár plötur á hvorum boga aftan og framan og ein aftan á sveifinni, látúnsbryddingar eru allt í kring á sveif og boganum: framan á fremri boganum eru stafirnir HH með gotnesku letri og aftan á þeim eftri ártalið 1857. Löfin hafa verið tekin af og sömuleiðis reiði, fótafjöl og dýna. Setan, sveifin og bogarnir að innanverðu fóðrað með grænu flaueli. Söðullinn sjálfur er 50,5 cm að l. yfir bogana, 34,5 að h. yfir sveifina, og setan er 45,5 cm að l. og 42 cm að br. Eins og söðullinn er nú hefur verið gerður úr honum stóll með því að sníða boga undir virkin og setja þar undir bogamyndaða fætur, er þetta undirvirki um 33,5 cm að h. og 65,5 að br. neðst. Það er úr mahogny.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana