LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSkautar

LandÍsland

GefandiRagnar Ásgeirsson 1895-1973

Nánari upplýsingar

Númer1973-50
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð32,5 x 6 cm
EfniJárn, Leður, Viður
TækniJárnsmíði

Lýsing

Skautar með 25,5 cm langri tréplötu. Platan er kúpt að neðan en yfirborðið sem staðið er á er slétt með úlínum eins og il nokkurn veginn. Skautajárnið gengur upp í skoru á trénu sem liggur eftir því endilöngu. Framyfir tána mjókkar járnið og beygist í stórum boga fram og upp á við. Bindingar eru úr leðri og ganga á tveimur stöðum í gegnum tréð, að framan við tána og einnig að aftan aðeins framan við hæl. Bindingarnar ganga aftur fyrir hælinn og eru þær á báðum skautunum gamlar og þær sem í upphafi voru settar á skautana. Bindingarnar liggja einnig í kross yfir ristina og eru þar spenntar fastar aðeins til hliðar í ristinni, þær hafa verið endurnýjaðar og eru alveg nýjar og ónotaðar. Þó lítur út fyrir að önnur ólin hafi eitthvað verið notuð. Stærð númer 37-38.

Úr dánarbúi Ragnars Ásgeirssonar afhent af dætrum hans Sigrúnu og Evu.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.