LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiMatskeið
Ártal1868

LandÍsland

GefandiÞóra Jónsdóttir 1955-

Nánari upplýsingar

Númer2009-14-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð21,1 x 4,4 cm
EfniSilfur
TækniSilfursmíði

Lýsing

Silfurskeið, matskeið, fremur stór. Heildarlengd er 21,1 cm, þar af er skaftið um 13,6 cm langt og blaðið því um 7,5 cm. Blaðið er breiðast 4,4 cm og um 1,2 cm djúpt, mælt að utanverðu. Skaftið breikkar til endans og er þar 2,2 cm breitt en mjóst er það 0,7 cm. Með brúnum skaftsins eru grafnar tvær rákir til skrauts. Á bakhlið skaftsins eru þrír silfurstimplar. Það eru þrír turnar sem er stimpill Danmörku. Svo er stimpillinn P. HERTZ sem er danskt skartgripafyrirtæki, hið elsta sinnar tegundar í Danmörku. Það var stofnað árið 1836 og er enn starfrækt af sömu fjölskyldu og á sama stað í Kaupmannahöfn. Það er skartgripaverkstæði fyrir dönsku hirðina (konunglegur hirðgullsmiður). Þriðji stimpillinn er SG samanslungið í sporbaugi. Það er stimpill Simon Groth sem var silfurvörður 1863-1904. Hann kannaði silfurgæði hlutanna svo þeir væru löglegur söluvarningur. Kóngur fékk svo skatt af silfursmíðinu. Á enda bakhliðar skaftsins eru grafnir upphafsstafirnir O.N. Gefandi, Þóra Jónsdóttir, kom með gripina nr. Þjms. 2009-14, á greiningardag í Þjóðminjasafninu, „Áttu forngrip í fórum þínum?“, þann 8. mars 2009 og óskaði eftir að gripirnir yrðu varðveittir í safninu. Að hennar sögn er skeiðin komin frá móðurfjölskyldu hennar, væntanlega frá ömmusystur hennar. Skeiðin er í mjög góðu ástandi. Sjá einnig teskeið nr. Þjms. 2009-14-4 sem er samstæð matskeiðinni og er með sömu stimplum og greftri.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana