LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiAskur

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-44164/2008-5-194
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð9,6 x 14,6 cm
EfniBeyki, Fura
TækniTrésmíði

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 44.164. Askur úr furu, með venjulegu lagi. H. 9,6, þvm. 14,6.
2. Nokkuð farið að losna um samskeyti. Dálítil stykki brotin úr kanti loksins, og gat er á því nálægt miðju, sem lokað er með trétappa. Ómálaður. 75.B.v.
3. Stærra handarhaldið (eyrað) er með skorum. Útskurður á lokinu, skipaskurðar- og kílskurðarbekkir. Á miðjunni er sexblaðarós með skipaskurði. Typpi hefur að líkindum verið á miðjunni. Milli kílskurðarhringsins meðfram kantinum og þess, sem er kringum sexblaðarósina, er opinn flötur með sveigðum línum í kring (hér um bil eins og á askinum nr. 38.834). - Ekki sérlega fínt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi keypti 1884. Uppsalir.

Matthías Þórðarson 1918:
Askur. Efni fura, botninn úr bæki. Mjög lítill, en gerðin annars venjuleg. Þverm. um op 9,5 og h. 6,3. Lokið útskorið, fremur slælega. Dökkleitur orðinn og gamallegur.

Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 103.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana