LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSlifsi
Ártal1900-1930

StaðurBlómsturvellir
ByggðaheitiFljótshverfi
Sveitarfélag 1950Hörgslandshreppur
Núv. sveitarfélagSkaftárhreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla

GefandiLaufey Kristjónsdóttir 1946-
NotandiElín Ólöf Ólafsdóttir 1901-1954

Nánari upplýsingar

Númer2012-3-11
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð155 x 21,5 cm
EfniSilki, Silkigarn
TækniHandsaumur

Lýsing

 Peysufataslifsi úr svörtu silki, saumað saman úr tveimur stykkjum til að ná nægilegri lengd. Á endum er svart silkikögur. Við endana eru útsaumuð blóm úr gulu silkigarni. Athygli vekur að hluti blómamynstursins hefur ekki verið saumaður út en sjá má merkingar fyrir sporunum. Heildarlengd slifsisins með kögri er um 155 cm og breidd 21,5 cm. Silkiefnið er orðið nokkuð viðkvæmt og gisið hér og þar en annars er slifsið í góðu ástandi. Það er úr eigu Elínar Ólafar Ólafsdóttur sem alla tíð bjó á Blómsturvöllum í Fljótshverfi (f. 1901, d. 1954).

Gripirnir nr. Þjms. 2012-3 komu allir frá systur Elínar, Þórdísi Ólafsdóttur (Dísu), Núpum í Fljótshverfi (f. 1913, d. 2003). Þær voru dætur Guðríðar Þórarinsdóttur (f. 1879, d. 1962) og Ólafs Filippussonar (f. 1868, d. 1921) á Blómsturvöllum. Maki Þórdísar var Sigmundur Þorsteinn Helgason frá Núpum. Þau Þórdís voru barnlaus en hjá þeim voru oft börn í sumardvöl. Eitt þeirra barna var Sverrir Þórólfsson flugstjóri sem leit á heimili þeirra Þórdísar og Sigmundar sem sitt annað heimili. Gefandi gripanna er eiginkona Sverris.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.