LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Daníel Benedikt Daníelsson 1866-1937
MyndefniBæjarhús, Eyja, Fjall, Herskip, Skip, Skonnorta
Nafn/Nöfn á myndBellona e/s , Kútter Ísabella RE 34 , Zieten ssk ,
Ártal1905-1909

ByggðaheitiReykjavíkurhöfn
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-490
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn
Stærð16,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf
GefandiPétur Brynjólfsson 1882-1930

Lýsing

Skip á legunni. Franskt skip, skonnorta með einkennisstöfunum RE 34 (pv á strompi), þýskt skip, breskt herskip. Í baksýn eyja og bæjarhús, fjöll. Tímasetning byggir á því að bæði húsin eru risin í Engey.

„RE 34 var kútter Ísabella. Breska herskipið er beitiskipið Bellona sem hér var við eftirlit um aldamótin 1900.“

Fánum prýdda þýska skipið er Zieten. Þetta var þúsund lesta snekkja, smíðuð í London 1876. Hún gegndi margvíslegu hlutverki hjá þýska flotanum uns hún var seld til niðurrifs 1921. 1898-1914 var hún við fiskveiðaeftirlit, aðallega á Norðursjó, en kom nokkrum sinnum til Íslands.

 Líklegast er að myndin sé tekin um 22. júní 1904. Þá voru bæði Zieten og Bellona í Reykjavík á sama tíma. Ég veit ekki til þess að Bellona hafi komið eftir það. 1904 voru íslensku fiskiskipin (a.m.k. sum) komin með skráningarnúmer, (sbr. Ísabella RE 34).

Það sem mælir gegn því er togarinn sem sést í afturendan á til vinstri. Hann virðist hafa skráningarnúmerið B-XX, (þ.e. franskur frá Boulogne) en tveggja stafa númer fengu togarar í Boulogne aðeins á árunum 1907-1909.

Hinsvegar gæti þetta verið belgískur togari frá Ostende, Alfred-Edith O 35 sem var byggður 1908.

PV á skorsteininum var merki Belgísks útgerðarfélags; Soc. Anon. Des Pecheries a Vapeur Ostend. (BÞ 2016)


Heimildir

Sér á bæjarhúsin í Engey.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.