LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Óþekktur
MyndefniSagnfræðingur
Nafn/Nöfn á myndPáll Melsteð 1812-1910,
Ártal1844-1850

LandDanmörk

Nánari upplýsingar

NúmerMms-10618
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
Stærð7,7 x 6,2 cm
GerðSólmynd - Daguerreótýpa
GefandiSigríður Thorarensen

Lýsing

Páll Melsteð sagnfræðingur. Sólmynd - daguerrótýpa. Innrömmuð með þunnunm gylltum munstruðum ramma með áföstum hring með munstri og og öðrum hring til að hengja myndina á inni í honum einnig munstruðum. Yfir myndinni er svart karton með tveimur misbreiðum gylltum röndum umhverfis myndgluggan sen er ferkantaður með ávölum hornum. Myndin sýnir ungan skeggjaðan mann í svörtum jakka og hvítri skyrtu með hvítt hálstau. Kinnar hans hafa verið rjóðaðar. Hann heldur annarri hendi út og með hönd á síðuna. Hina höndina hefur hann sett inn fyrir jakkann á bringu sér. 

Á bakhlið myndar er álímdur miði með áletruninni  Georg Schou KJÖBENHAVN. 

Erfitt er að fastsetja tímasetningu myndarinnar miða við fyrirsætuna. Páll Melsteð var við nám í Kaupmannahöfn frá 1834 og fram á vordaga 1840. Hann snýr aftur 15 árum síðar til náms eða 1855 eins og sjá má á öðru daguerreótýpum. Ekki er getið um aðrar ferðir hans til Kaupmannahafnar í millitíðinni í ævisögu hans. Ætla má á aldri mannsins og af samanburði við aðrar myndir að hún sé tekin um 1845.

Gert var við myndina hjá danska þjóðminjasafniu 2005 af Karen Brynjolf Pedersen. Kantar myndarinnar voru orðnir svo slitnir að glerið, myndin og bakspjaldið voru orðin aðskilin. Þetta var límt saman með brúnu filmuplasti í brúnum lit. 


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins Mannamyndasafns nr. 5236-17842 [1932 - 1948].

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana