Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
MyndefniSkáld
Nafn/Nöfn á myndBenedikt Sveinbjarnarson Gröndal 1826-1907,
Ártal1848

Núv. sveitarfélagKaupmannahöfn
SýslaSjáland
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMms-2085
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
Stærð9,6 x 7,1 cm
GerðSólmynd - Daguerreótýpa
GefandiHelga Benediktsdóttir Gröndal 1875-1937

Lýsing

Sólmynd - daguerrótýpa innrömmuð í svartan tréramma með gylltri málmrönd meðfram myndinni. Hvítt karton er yfir myndinni með áprentuðum svörtum línum umhverfis ferkantaðan myndglugga með skáskornum hornum. Myndin er hálfmynd. Hún sýnir ungan mann í jakka, vesti og hvítri skyrtu með slaufu hnýtta undir skyrtukraga. Hendur mannsins ganga á víxl yfir bringuna og inn undir jakkann og önnur þeirra hvílir að hluta á borði. Kinnarnar virðast hafa litaðar rauðar.

Myndin er tekin í Kaupmannahöfn 1848. Tímasetning myndarinnar byggir á ártali sem skrifað er á bakhlið myndarinnar ásamt nafni fyrirsætunnar. 


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins, Mannamyndasafn nr.1-5235 [1908-1931].

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana