LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Carl Bärthelson
MyndefniKaupmaður
Nafn/Nöfn á myndOle Daniel Andreas Steenbach -1858,
Ártal1855-1856

LandDanmörk

Nánari upplýsingar

NúmerMms-28256
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
Stærð13 x 11 cm
GerðSólmynd - Daguerreótýpa

Lýsing

Óli Steinbach kaupmaður. Sólmynd - daguerreótýpa. Myndin er hálfmynd. Fyrirsætan situr á stól í jakka og hvítri skyrtu með stóra slaufu bundna um hálsinn og er með aðra hendi upp við bringuna en hin hvílir á læri hans. Sér í borð með dúki til hliðar. Myndin er í svörtum sporöskjulöguðum tréramma með gylltri málmrönd að innan upp við myndflötinn. Stærð rammans er 13 x 11 cm en sjálf myndin er um 7,7 x 6,2 cm. Á bakhlið er álímdur miði með þessari áletrun: CARL BÄRTHELSONs Institut for DAGUERROTYPI & PHOTOGRAPHI Gl. Amagertorv N° 44 KJÖBENHAVN 

Carl C Bärthelson rak ljósmyndastofu á þessu heimilisfangi um 1855-56 samkvæmt Fotografer i og fra Danmark eftir Björn Ochsner og byggir tímasetning myndarinnar á því. 

Gert var við myndina hjá danska þjóðminjasafninu af Karen Brynjolf Pedersen árið 2007 og var viðgerðin aðallega fólgin í að fylla í skarð í rammanum og þétta aðgengi súrefnis að myndinni. Skemmdir eru á sjálfum myndfletinum í formi hringlaga útfellinga.  

 


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins, Mannamyndasafn nr: 25505-28521. (1969-1974)

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana