LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Pétur Brynjólfsson 1882-1930
MyndefniKarlmaður
Nafn/Nöfn á myndIngibjörg Einarsdóttir 1804-1879, Jón Sigurðsson 1811-1879, Jón Jensson
Ártal1911

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerPBr2-17718
AðalskráMynd
UndirskráPétur Brynjólfsson 2
Stærð9 x 6 cm
GerðSvart/hvít negatíf
GefandiSigríður Zoëga 1889-1968

Lýsing

Eftirtaka af daguerreotýpu af Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu Einarsdóttur. Myndin er pöntuð af Jóni Jenssyni Assessor og bróðursyni Jóns Sigurðssonar á aldarafmæli hans 1911. Þrjú eintök þessarar myndar eru varðveitt í safninu, Mms-4585 er visit spjald gert eftir þessari plötu á ljósmyndastofu Péturs og er upplímt á spjald merkt stofunni. Mms-7406 er eftirtaka gerð á ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn en ekki verður sagt með vissu hvort hún er gerð eftir frummyndinni eða eftirtöku af henni.

Myndin fer nærri því að vera almynd. Hún sýnir konu og karl sitja hlið við hlið með einlitt tjald að baki. Konan er í dökkum kjól með lausum hvítum kraga og hvítum líningum á ermum og með eins konar hvíta kjusu á höfði þess tíma tískuhöfuðfat. Hún er með hálsmen, dökka reim með meni að framan, nælu á kjólnum framan á brjóstinu og hring á baugfingri. Báðar hendur hennar hvíla í kjöltunni. Maðurinn er í jakka og köflóttu vesti, hvítri skyrtu með slaufu bundna um hálsinn. Hann er með dökkt hár og barta. Hann hvílir aðra hendi á lærinu en hefur stungið hinni ofan í vasann. Umhverfis myndina er áprentað karton með margföldum skrautborða sem endar í flúruðu skreyti efst og neðst sem hefur verið skert við gerð eftirtökunnar. Sýnilegar rispur neðst á myndfletinum vitna um að þetta er eftirtaka eftir daguerreótýpu. Myndin er talin tekin í Kaupmannahöfn 1845. 

Þetta er eina ljósmyndin sem varðveist hefur af þeim Ingibjörgu og Jóni saman á mynd.

 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana