LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, Kistill, Útskurður
Ártal1800-1840

StaðurYtri-Hofdalir
ByggðaheitiHofstaðabyggð
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÁrni Hólmsteinn Árnason 1923-2001
NotandiUna Sigurðardóttir 1865-1953

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-4971/2013-31
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð30,5 x 16,1 cm
EfniViður
TækniÍlátasmíði

Lýsing

Kistill úr tré. H. 14 cm. Br. 28,7 cm. Með loki: 30,5 cm. D. 16,1 cm. Er trénegldur saman. Lokið er samsett úr þrem hlutum. Lokið nær út fyrir endana og er búið til úr spýtum. Þ. 1 cm. H. 1,5 cm. Spýturnar eru negldar á með þrem trénöglum til að halda loki stöðugu. Búið er að negla þrjá nagla ofan frá öðru megin og tvo hinu megin til að auka hald.

Ein lítil sprunga er ofan á lokinu. Á lokið er útskorið frá vinstri til hægri AdRRdA (síðustu þrír stafirnir eru samhverfa eða spegilmynd þriggja fyrstu stafanna). A-in standa sér en d-in ganga inn í R-in og R-in eru samhverf og ganga inn í bollur og leggur.

Kassinn sjálfur er aðeins trénegldur við hver samskeiti lang- og skammhliðar en þar eru þrír trénaglar í röð upp og niður.  Botninn er einnig trénegldur á með 11 nöglum. Engin hlið hefur sama útskurð. En á öllum hliðum er rósaflúr eða jurtaflúr. Engin sprunga nær í gegnum kistilinn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.