LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGunnlaugur Scheving 1904-1972
VerkheitiSjómenn
Ártal1930

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð57 x 72 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakÁrabátur, Bátur, Maður, Sjór

Nánari upplýsingar

NúmerLÁ-23
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur


Sýningartexti

Sjómenn er frá árinu 1930. Á þessum árum er Gunnlaugur snúinn aftur heim til Seyðisfjarðar eftir nám við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Málverkið af sjómönnunum gæti verið af feðgum sem eru á árabát úti á firði – ekki til að veiða fisk heldur til þess að skjóta sjófugl – ekki sportsins vegna, heldur sér til matar. Á þessum tíma var vinnuafl barna og ungmenna snemma mikilvægt og þau höfðu minni tíma til eigin nota en börn og ungmenni í dag.

Hugsa þurfti út fyrir boxið varðandi myndir frá Listasafni Árnesinga fyrir sýningu með yfirskriftina Æskan á millistríðsárunum.  Niðurstaðan varð að sýna þrjú málverk og þau tengjast öll Seyðisfirði.

Saga Seyðisfjarðar er um margt merkileg og samofin sögu þéttbýlismyndunar á Íslandi. Bærinn var sá fjóði í röðinni að fá kaupstaðaréttindi, árið 1895 og í upphafi tuttugustu aldar var bærinn mikill  mektarbær, í fararbroddi tækniframfara. Iðnaður, verslun og mannlíf blómstraði á Seyðisfirði, en kreppan mikla 1930 náði líka að hafa áhrif. Hernámslið í síðari heimsstyrjöldinni  hafði síðar mikil áhrif á mannlíf og atvinnulíf í bænum. Seyðisfjörður er því söguleg umgjörð æskunnar á millistríðsárunum. Valdar myndir úr safneign Listasafns Árnesinga eru allar málaðar á millistríðsárunum og eru eftir listmálara sem áttu eftir að  setja mark sitt á íslenska myndlistarsögu en báðir áttu þeir tengsl við Seyðisfjörð og máluðu þar.

Engin önnur verk í safneign Listasafns Árnesinga ná frekari tengingu við yfirskrift þessarar fyrstu sýningar á Sarpi, Æskan á millistrípsárunum, sem endurspeglar fjölbreytileika sem finna má á sarpur.is.

Þetta listaverk er í eigu Listasafns Árnesinga. Í safni þess eru um fimm hundruð myndlistarverk sem eru skráð sem almenn safneign. Einnig eru viðeigandi verk aðgreind í eftirfarandi undirflokka: Stofngjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar Bjarna Markúsar og Lofts Jóhannessona. Stofngjöf Halldórs Einarssonar frá Brandshúsum. Gjöf Baltasara Sampers á teikningum af bændum í Grímsnesi. Gjöf indverska listamannsins Baniprosonno á pappírsverkum.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.