LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGunnlaugur Scheving 1904-1972
VerkheitiHeyband (frá Austurlandi)
Ártal1933

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð44 x 54 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakHestur, Landslag, Maður

Nánari upplýsingar

NúmerLÁ-24
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur


Sýningartexti

Heyband frá árinu 1933 sýnir gömul vinnubrögð þegar hestar voru nýttir m.a. til að flytja hey heim að bæ af engjum og knapinn gæti verið ungur maður en orðið æska nær líka til ungs fólks. Fyrr á tímum þurftu unglingar oft að bera sig að sem fullorðnir og skila drjúgu dagsverki. Málverkið Heyband endurspeglar líklega landslag frá Héraði þar sem undirlendi er ekki mikið í Seyðisfirði.

Hugsa þurfti út fyrir boxið varðandi myndir frá Listasafni Árnesinga fyrir sýningu með yfirskriftina Æskan á millistríðsárunum.  Niðurstaðan varð að sýna þrjú málverk sem öll tengjast Seyðisfirði.

Saga Seyðisfjarðar er um margt merkileg og samofin sögu þéttbýlismyndunar á Íslandi. Bærinn var sá fjóði í röðinni að fá kaupstaðaréttindi, árið 1895 og í upphafi tuttugustu aldar var bærinn mikill  mektarbær, í fararbroddi tækniframfara. Iðnaður, verslun og mannlíf blómstraði á Seyðisfirði, en kreppan mikla 1930 náði líka að hafa áhrif. Hernámslið í síðari heimsstyrjöldinni  hafði síðar mikil áhrif á mannlíf og atvinnulíf í bænum. Seyðisfjörður er því söguleg umgjörð æskunnar á millistríðsárunum. Valdar myndir úr safneign Listasafns Árnesinga eru allar málaðar á millistríðsárunum og eru eftir listmálara sem áttu eftir að  setja mark sitt á íslenska myndlistarsögu en báðir áttu þeir tengsl við Seyðisfjörð og máluðu þar.

Engin önnur verk í safneign Listasafns Árnesinga ná frekari tengingu við yfirskrift þessarar fyrstu sýningar á Sarpi, Æskan á millistrípsárunum, sem endurspeglar fjölbreytileika sem finna má í Sarpi.

Heyband frá árinu 1933 sýnir gömul vinnubrögð þegar hestar voru nýttir m.a. til að flytja hey heim að bæ af engjum og knapinn gæti verið ungur maður en orðið æska nær líka til ungs fólks. Fyrr á tímum þurftu unglingar oft að bera sig að sem fullorðnir og skila drjúgu dagsverki. Málverkið Heyband endurspeglar líklega landslag frá Héraði þar sem undirlendi er ekki mikið í Seyðisfirði.

Hugsa þurfti út fyrir boxið varðandi myndir frá Listasafni Árnesinga fyrir sýningu með yfirskriftina Æskan á millistríðsárunum.  Niðurstaðan varð að sýna þrjú málverk sem öll tengjast Seyðisfirði.

Saga Seyðisfjarðar er um margt merkileg og samofin sögu þéttbýlismyndunar á Íslandi. Bærinn var sá fjóði í röðinni að fá kaupstaðaréttindi, árið 1895 og í upphafi tuttugustu aldar var bærinn mikill  mektarbær, í fararbroddi tækniframfara. Iðnaður, verslun og mannlíf blómstraði á Seyðisfirði, en kreppan mikla 1930 náði líka að hafa áhrif. Hernámslið í síðari heimsstyrjöldinni  hafði síðar mikil áhrif á mannlíf og atvinnulíf í bænum. Seyðisfjörður er því söguleg umgjörð æskunnar á millistríðsárunum. Valdar myndir úr safneign Listasafns Árnesinga eru allar málaðar á millistríðsárunum og eru eftir listmálara sem áttu eftir að  setja mark sitt á íslenska myndlistarsögu en báðir áttu þeir tengsl við Seyðisfjörð og máluðu þar.

Engin önnur verk í safneign Listasafns Árnesinga ná frekari tengingu við yfirskrift þessarar fyrstu sýningar á Sarpi, Æskan á millistrípsárunum, sem endurspeglar fjölbreytileika sem finna má í Sarpi.

Þetta listaverk er í eigu Listasafns Árnesinga. Í safni þess eru um fimm hundruð myndlistarverk sem eru skráð sem almenn safneign. Einnig eru viðeigandi verk aðgreind í eftirfarandi undirflokka: Stofngjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar Bjarna Markúsar og Lofts Jóhannessona. Stofngjöf Halldórs Einarssonar frá Brandshúsum. Gjöf Baltasara Sampers á teikningum af bændum í Grímsnesi. Gjöf indverska listamannsins Baniprosonno á pappírsverkum.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.