LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSpiladós

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer7013
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn Borgarfjarðar
Stærð45,5 x 48 x 20 cm
EfniMálmur, Viður

Lýsing

Spiladós úr eigu barónsins á Hvítárvöllum, Charles Gauldrée Boilleau (d. 1901). Fylgihlutir: 19 plötur í spiladósina, sérpakkað. Gefendur: Fjölskyldan í Ferjukoti, Borgarhreppi. Sigurður Fjeldsted og Elísabet Árnadóttir sem síðar urðu bændur í Ferjukoti voru ráðsmenn hjá baróninum á Hvítárvöllum á sínum tíma. Spiladósin var notuð til að spila tónlist á Hvítárvöllum, m.a. einu sinni á útidansleik á bökkum Hvítár.  Hún er innbyggð í kassa úr tré. Innan í loki hans stendur: ,, Kalliope”. Það vísar til framleiðanda gripsins sem var Kalliope Musikwerke í Leipzig í Þýskalandi. Þar voru slíkir gripir framleiddir í miklu magni frá um 1890 og eitthvað fram yfir aldamótin 1900. Baróninn dvaldi á Íslandi frá 1898 og eitthvað fram yfir aldamótin 1900.

Heimild: Bowers, O. David, "Encyclopedia of Automatic Musical Instruments" - ISBN 0-9115-08-2.  Sjá nánar:

http://www.clockguy.com/SiteRelated/SiteReferencePages/KalliopeMusikwerke.html

 

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.