LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1945

LandÍsland

GefandiJúlíus Jón Daníelsson 1925-2017

Nánari upplýsingar

Númer2014-1-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,4 x 10 cm
EfniGerviefni
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Útsaumur

Lýsing

Öskupoki, útsaumaður, frá árinu 1945. Pokinn er úr bláu gerviefni og í hann saumað með grænu, rauðu og bleiku útsaumsgarni. Fyrir pokanum miðjum er blómsveigur með rauðum og bleikum blómum og innan hans ártalið 1945 í rauðum lit. Efst er opi pokans rykkt saman með bláum bandspotta. Þar aftan í pokann er fest járnkrækja, til að hengja pokann á viðkomandi. Í pokanum er lítið smjörpappírssnifsi, samanbrotið, með ösku í. Askan hefur dreifst um pokann. Í gjafabréfi frá gefanda segir: „Meðfylgjandi eru tveir öskupokar sem ég vil gefa safninu. Eins og sjá má, eru þeir frá árinu 1945. Þá var ég kennari í Unglingaskóla Svarfdæla. Nokkrar námsmeyjar reyndu að festa á mig öskupoka. Þessir tveir eru þeir einir sem eftir eru, hinir eru týndir.“
Kom ásamt öskupoka nr. Þjms. 2014-1-1.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana