LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trú, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1970-2009
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1926

Nánari upplýsingar

Númer2009-2-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið1.10.2009/1.10.2009
TækniStafræn upptaka

Viðtal um áheit og trú tengda kirkjum.

Viðtalið fór fram í Kristjánsstofu í Setbergi, Suðurgötu 43, Reykjavík. Spyrill Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðhátta. Dóttir heimildarmanns ... tók einnig þátt í að spyrja föður sinn.

Yfirlýsing heimildarmanns (upplýst samþykki) er varðveitt í skjalasafni.

Viðtalið liggur aðeins fyrir sem hljóðrit þegar þetta er skráð (19. júlí 2012). Það ber skráningarnúmerið ÞÞ 2009-2-3.

 

(...) hafði samband við Ágúst Georgsson með tölvupósti 30. sept. 2009 en í honum segir m.a.:

 

„Í dagblaði um daginn rakst undirrituð á fréttatilkynningu um söfnun sagna um áheit á Strandarkirkju. Faðir minn hefur mikla trú á krafti áheita á Strandarkirkju og er tilbúinn til að deila einhverjum sögum með þeim aðilum sem að söfnuninni standa. Við verðum í Reykjavík á morgun fimmtudag 1. okt. frá kl. 14-17. Hann verður á Selfossi á föstudaginn 2. okt. Annars býr hann austur á landi, en það er ekki það sama að mínu viti að skrá sögu eftir símtali eða þegar viðmælandi situr hjá manni og segir söguna. Ef áhugi er fyrir því að taka við hann viðtal vinsamlegast hafið samband í síma 862 1909.“

Ágúst hringdi í (...) samdægurs og var ákveðið að hún myndi hafa samband 2. okt. Þau feðgin komu í Setberg um kl. 14 þann dag og hófst samtalið nokkru síðar eftir stutt spjall þar sem m.a. var rætt um samtalsefnið. Ágúst og (...) sátu við hringlaga borð en (...) rétt hjá við annað boð. Greip hún stundum inn í samtalið bæði með spurningar sem hún beindi til föður síns og einnig til að miðla upplýsingum. Bað Ágúst hana um að setjast nær og gerði hún það. Sagði (...) að hún hefði oft rætt við föður sinn um þetta efni og hljóðritað ýmsar frásagnir hans. Afraksturinn notaði hún í BA ritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands. (...) á þessar upptökur hjá sér. Hófst síðan viðtalið og gekk það greiðlega. (...) byrjaði á að segja frá eigin reynslu af áheitum og er hún töluverð. Ekki vildi hann greina frá neinum nöfnum en fyrir áeggjan dóttur sinnar nefndi hann nöfn fiskiskipa sem komu við sögu. Þegar (...) hafði lokið við þessar frásagnir studdist Ágúst við spurningaskrá 111. Áberandi var hve lítið (...) vissi um trú tengda kirkjum aðra en áheit. Í viðtalinu kom hann aðeins inn á huldufólk og var hann beðinn um að segja nánar frá því þegar hitt efnið átti að heita tæmt.

 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana