LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiTágakarfa
Ártal1850

StaðurHoltsgata 19
ByggðaheitiVesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiEinar Einarsson
GefandiSvanbjörg Einarsdóttir 1899-1986

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1981-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð16 x 16 cm
EfniVíðitág
TækniRíða

Lýsing

Karfa úr víðitágum, listilega vel gerð, með formuðu loki með hnúð á. Vilhjálmur Hjálmarsson afhenti körfuna til skjalasafnsins stuttu eftir að það opnaði. Bréf fylgdi frá gefanda. R.Þ. Einar Einarsson yngri, bóndi á Brú á Jökuldal mun hafa fléttað körfuna samkv. upplýsingum Vilhjálms Hjálmarssonar. Einar var langafi gefanda. Á Brú er að finna hestastein þar sem Einar hefur höggvið nafn sitt í en hann þótti hagur mjög í höndum samkvæmt upplýsingum frá Aðalsteini Aðalsteinssyni á Vaðbrekku á Jökuldal. Bréf frá gefanda: "Karfan er gerð af Einari langafa mínum bónda á Brú á fyrri hluta 19. aldar og fram yfir 1870. Hann þótti sérlega hagur og vandvirkur, reið hann t.d. margar körfur mismunandi stórar, allar úr víðitágum. Þessa gaf hann konu sinni Hróðnýju, en hún dó eftir stutta sambúð ásamt barni þeirra. Síðari kona hans var Anna Stefánsdóttir, þeirra fyrsta barn var amma mín, sem heitin var eftir Hróðnýju, fædd laust eftir 1840. Hún fékk körfuna og síðar ég, sem heiti hennar nafni. Í minni eigu hefur karfan verið í rúm 75 ár, álitin dýrgripur. Mér finnst karfan eiga heima á Austurlandi og sendi hana því tilvonandi byggðasafni."

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.