LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBátslíkan
TitillHaffrúin

LandÍsland

Hlutinn gerðiMagnús Pálsson
GefandiAlbert Bjarnason 1897-1967, Ólafur Bjarnason 1894-1975
NotandiAlbert Bjarnason 1897-1967, Ólafur Bjarnason 1894-1975

Nánari upplýsingar

Númer1974-705
AðalskráMunur
UndirskráAlm. Munaskrá
Stærð210 x 54 x 130 cm
EfniViður
TækniLíkanasmíði

Lýsing

Nákvæm eftirlíking af áttæringnum "Haffrúin" með öllum farviði, smíðað af Magnúsi Pálssyni Hvalsnesi.   Skipið var smíðað af Guðjóni Jónssyni skipasmið á Framnesi Sjá nánar skrif Hallgríms Th. Björnssonar í Faxa.

Áttæringurinn var gefinn til minningar um Bjarna Ólafsson, útvegsbónda og formann í Keflavík, á hundrað ára afmæli hans.


Sýningartexti

Á fastri sýningu í Vatnsnesi sem stóð frá 1978-2002

Áttæringur frá Faxaflóa.

Í líkani þessu hef ég reynt að stæla lag það og handbragð sem Guðjón skipasmiður á Framnesi við Keflavík hafði á hinum ágætu skipum sem hann smíðaði fyrir hina gömlu sægarpa í Keflavík, s.s. Bjarna og Jón Ólafssyni, Árna Geir Þóroddsson, Bergstein Jóhannsson, Sigurð Erlendsson o.m.fl.

Einnig smíðaði Guðjón fjölda skipa og báta um öll Suðurnes, (hartnær 200 fleytur) svo að út hverri vör gengu fleiri og færri skip smíðuð af Guðjóni. Í Iðnsögu Íslendinga fyrra bynid, bls 338 segir svo m.m.: "og eftirtektarvert er, að af öllum þessum 192 skipum sem Guðjón smíðaði hefur ekki eitt einasta mannslíf tapast allti til þessa dags."

þess má að lokum geta að framangreindir formenn voru einmitt mennirnir sem lögðu grundvöllinn að vélbátaútgerð Keflavíkur. 

Magnús Pálsson.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Reykjanesbæjar. Lokið er við að skrá allt munasafnið og staðsetja alla gripi í safninu.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.