LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurWilhelm Beckmann Wilhelm Ernst Beckmann 1909-1965
VerkheitiSkjaldarmerki Hótel Borgar
Ártal1950-1965

GreinPrentverk
Stærð7 x 9 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerSWB-31
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráVerk í eigu stofnunarinnar

EfniPappír
Aðferð Prentun

Lýsing

Skjaldarmerki Hótel Borgar. Árið 1946 voru gerðar endurbætur á Hótel Borg og þá var Wilhelm Beckmann fenginn til að gera einskonar skjaldarmerki fyrir hótelið. Það hefur síðan verið notað af og til, m.a. á leirtau og hnífapör hótelsins, og nú prýðir þetta fallega merki, eða logo hótelsins, afgreiðsluborðið í móttökunni og víðar um bygginguna. Stendur það enn fylliega fyrir sínu og er til sóma þessa íslenska listamanns. Þetta sama ár, 1946, opnaði hann fyrstu vinnustofu sína við Laugaveginn. Var þetta e.t.v. eitt af fyrstu verkefnunum sem hann fékkst við.

Þetta aðfang er í Stofnun Wilhelms Beckmanns sem sett var á fót til þess að halda minningu hans á loft m.a. með því að gera verk hans sýnileg og aðgengileg. Grein um lífshlaup listamannsins er að finna í Ársriti Héraðsskjalasafns Kópavogs 2008.