LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HönnuðurDögg Guðmundsdóttir 1970-, Rikke Rützou Arnved 1973-
VerkheitiFifty
Ártal2012
FramleiðandiLigne Roset

GreinHönnun
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerHs/2014-13-1
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniGerviefni, Stál
HöfundarétturDögg Guðmundsdóttir 1970-, Rikke Rützou Arnved 1973-

Lýsing

Hægindastóll / útistóll úr svartlakkaðri stálgrind sem vafin er með tóbakslituðu bandi.

Hönnuðir stólsins sóttu innblástur til Flaglinestolen (1950, Flag Halyard chair) eftir Hans J.Wegner. Fifty hefur hlotið ýmis verðlaun eftir að hann var settur á markað. 

Meðal annars: Wallpaper verðlaunin fyrir hönnun fyrir heimilið (Wallpaper Award Winner of Domestic design) árið 2013  og  Nýsköpun í innanhúshönnun í Þýskalandi (Interior Innovation Award) árið 2013.

Framleiðandi er franska hönnunarfyrirtækið Ligne Roset. Dögg hefur unnið ýmis verkefni fyrir LR.

Þetta aðfang er í Hönnunarsafni Íslands. Safnið á og geymir um 1100 muni, íslenska og erlenda. Frá því að það var stofnað árið 1998, hafa aðföng borist safninu með reglubundnum hætti. Stór hluti safneignarinnar eru gjafir en einnig reynir safnið eftir fremsta megni að kaupa inn þýðingarmikla muni fyrir sögu íslenskrar hönnunar. Safnið hefur skráð um 1100 muni í Sarp en nokkuð vantar upp á að þeirri skráningu sé lokið.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.