LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEdvard Munch 1863-1944
VerkheitiDauðinn í sjúkrastofunni
Ártal1896
FramleiðandiAuguste Clot

GreinGrafík - Steinþrykk
Stærð43 x 57 cm
EfnisinntakDauði, Fólk, Sjúkrastofa

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-746
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniBlek, Pappír
Aðferð Steinþrykk
HöfundarétturListasafn Íslands , Myndstef

Merking gefanda

Gjöf Christian Gierløff 1947.


Lýsing

Munch dvaldi í París stærstan hluta ársins 1896 og vann mikið að grafík á verkstæði Clots, þar sem þessi mynd var unnin beint á stein og síðan þrykkt. Myndefnið var honum hugleikið því þremur árum fyrr hafði hann málað mynd af sama atburði og átti síðar eftir að taka þennan þráð upp að nýju. Hann hafði þegar hér var komið við sögu misst foreldra sína og systur sína Soffíu, en það var í raun við andlát föður hans árið 1889 sem minningar um sjúkralegu og dauða þyrluðust upp og tóku hug hans allan. Hann setur sjálfan sig sem ungan mann til hliðar í myndinni og undirstrikar þannig nærveru sína. "Ég mála ekki það sem ég sé, heldur það sem ég sá", sagði hann eitt sinn og þegar hann sem gamall maður rifjar upp kveikjuna að mörgum myndum sínum sagði hann: "Veikindi, geðveiki og dauði voru þeir svörtu englar sem stóðu vakt við vöggu mína og hafa fylgt mér æ síðan". Myndin heitir á norsku Döden i sykeværelset en á þýsku Sterbezimmer. (Edvard Munch. Grafíksýning í Listasafni Íslands 8. febrúar - 8. mars 1992).


Heimildir

Kat. nr. 65:  Gerd Woll, Edvard Munch - The Complete Graphic Works, London, Philip Wilson, 2001.

Edvard Munch. Grafíksýning í Listasafni Íslands 8. febrúar - 8. mars 1992.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.