LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEdvard Munch 1863-1944
VerkheitiHelge Rode
Ártal1908-1909
FramleiðandiDansk Reproduktionsanstalt

GreinGrafík - Steinþrykk
Stærð49 x 45 cm
Eintak/Upplag60
EfnisinntakAndlit, Maður, Rithöfundur

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-749
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniBlek, Pappír
Aðferð Steinþrykk

Merking gefanda

Gjöf Christian Gierløff 1947.


Lýsing

Munch gerði andlitsmyndir af fjölda fólks í gegnum tíðina auk þess að mála fólk í fullri líkamsstærð. Honum tókst einstaklega vel að ná fram persónueinkennum fyrirsæta sinna. Einu sinni kvartaði þó fyrirsætan yfir því að myndin líktist henni ekkert og þá svaraði Munch að bragði: "Þá verðið þér að reyna að líkjast henni". Munch gerði margar myndir af vini sínum Helge Rode, þær fyrstu fyrir aldamót og síðan reglulega fram eftir þessari öld. Þessi mynd var þrykkt í ca. 60 eintökum. (Edvard Munch. Grafíksýning í Listasafni Íslands 8. febrúar - 8. mars 1992).


Heimildir

Kat. nr. 310:  Gerd Woll, Edvard Munch - The Complete Graphic Works, London,  Philip Wilson, 2001.

Edvard Munch. Grafíksýning í Listasafni Íslands 8. febrúar - 8. mars 1992.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.