Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJóhannes Kjarval 1885-1972
VerkheitiSkipsbrotsmaður
Ártal1929

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð55 x 65 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakMaður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-909
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Safn Markúsar Ívarssonar

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturJóhannes Kjarval-Erfingjar 1885-1972, Myndstef

Merking gefanda

Úr safni Markúsar Ívarssonar.


Sýningartexti

Ungur að árum stundaði Jóhannes Kjarval sjómennsku og kynntist því af eigin raun hættum hafsins. Hann hafði jafnframt mikla löngun til að teikna og elstu varðveittu verk hans eru teikningar af skútum. Með hjálp velviljaðra styrktaraðila komst Jóhannes í myndlistarnám erlendis og varð einn af frumherjum íslenskrar myndlistar sem lögðu grunn að íslenskri nútímamyndlist á fyrri hluta 20. aldar. Kjarval var óhræddur að nýta sér hina ýmsu stíla og stefnur innan myndlistarinnar en nálgun hans var þó yfirleitt ekki hugmyndafræðileg. Frekar má líta á notkun hans á hinum ýmsu stílbrigðum sem leik og leit að frumlegum lausnum. Í verkinu Skipsbrotsmaður má sjá hvernig listamaðurinn umskrifar myndefnið að hluta á kúbískan hátt með marghyrningum sem margir minna á píramída en málar andlit og bát með raunsannari hætti. Í verkinu beitir hann því ekki sundurgreiningu kúbismans eða óhlutbundnu myndmáli heldur sjáum við hér dæmi um viðleitni hans til að samtvinna ólíka stíla og nýta fjölbreyttar vinnuaðferðir sem einkenndi verk hans alla tíð.

 

In his youth Jóhannes Kjarval worked as a fisher, gaining personal experience of the perils of the sea. He also had a strong desire to draw, and his oldest extant works are drawings of sailing ships. Benefactors sponsored him to embark upon art studies abroad, and he became a pioneer of Icelandic art, laying the foundations of modern art in Iceland in the first half of the 20th century. Kjarval did not hesitate to work in a range of artistic styles, and his approach was not generally ideological. His combination of different styles may rather be seen as a playful quest for original solutions. In Shipwrecked Sailor we see how the artist presents the subject partly in a Cubist manner with polygons, many of which resemble pyramids, while the man’s head and boat are depicted more realistically. Thus in this work he does not apply the deconstructive approach of Cubism, or abstract imagery – instead we see here an example of the artist’s tendency to combine different styles and use eclectic methods, which is characteristic for all his oeuvre.


Heimildir

Kristín G. Guðnadóttir: Jóhannes S. Kjarval. Mótunarár 1885-1930, Rvík 1995, bls.30-31.
Kristín G. Guðnadóttir, “Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1930-1945”. Sýningarskrá, Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1930-1945, Kjarvalsstaðir janúar-maí 1997, bls. 44. Þar segir að verkið hafi verið á minningarsýningu til heiðurs Markúsi Ívarssyni sem var haldin á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna 19.-29. febrúar 1944.
Kristín G. Guðnadóttir, Kjarvalsbók, 2005.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.