LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HönnuðurHeidi Berick Guðmundsson 1940-1974
Verkheiti(Nafnlaus)
Ártal1962-1964
FramleiðandiHeidi Berick Guðmundsson

GreinHönnun
Stærð10 x 6 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakRjómakanna

Nánari upplýsingar

NúmerHs/2015-17-3
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniJarðleir
Aðferð Leirbrennsla

Lýsing

Rjómakanna, með hvítum og gráum breiðum röndum þvert á. Afar einfalt form.

Sýningartexti

Geymilegir hlutir: " Hedi Berick Guðmundsson var aðalrennari hjá Ragnari Kjartanssyni í Glit á árunum 1960 – 1963. Hún var ættuð frá Austurríki og hafði lært leirlist í Þýskalandi og Svíþjóð og fluttist til Íslands 1960. Eftir árin í Glit vann hún sjálfstætt og framleiddi keramikmuni og seldi meðal annars í versluninni Dimmalimm frá 1963. Stellið er svokallað steintau, einfalt að formi en litavíxlun, með hvítum glerjungi gefur því mikinn karakter. Það barst nýlega til safnsins. Mátti greina undir stellinu stimpilinn HEDI ISLAND. Því er líklegt að Hedi hafi steypt þetta stell þegar hún vann sjálfstætt undir eigin nafni, eftir að hún hætti hjá Glit."  

Þetta aðfang er í Hönnunarsafni Íslands. Safnið á og geymir um 1100 muni, íslenska og erlenda. Frá því að það var stofnað árið 1998, hafa aðföng borist safninu með reglubundnum hætti. Stór hluti safneignarinnar eru gjafir en einnig reynir safnið eftir fremsta megni að kaupa inn þýðingarmikla muni fyrir sögu íslenskrar hönnunar. Safnið hefur skráð um 1100 muni í Sarp en nokkuð vantar upp á að þeirri skráningu sé lokið.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.