LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiPatína, Þjónustukaleikur

StaðurHrafnseyrarkirkja
ByggðaheitiArnarfjörður
Sveitarfélag 1950Auðkúluhreppur
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiSóknarnefnd Hrafnseyrarkirkju

Nánari upplýsingar

Númer2014-42
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð8,7 x 5,9 cm
Vigt73,2 g
EfniSilfur
TækniSilfursmíði

Lýsing

Þjónustukaleikur úr silfri og samstæð patína, úr Hrafnseyrarkirkju í Arnarfirði. Kaleikurinn (a) er 8,7 cm hár, fóturinn / stéttin er 5,9 cm í þvermál og skálin 5,7 cm í þvermál. Skálin er hálfkúlulaga, um 2,9 cm há (djúp). Hnúður er flött kúla, skreyttur eins konar tungum. Þær eru tólf og helmingur þeirra, önnur hver, er skreytt með greftri. Kaleiksfóturinn er sléttur. Kaleikurinn er eilítið skakkur. Hann er 73,2 g að þyngd. Með honum fylgir patína (b), slétt og óskreytt. Hún er í fullkomnu stærðarjafnvægi við kaleikinn. Patínan er 5,9 cm í þvermál og hún er 15,3 g að þyngd. Áhöldin eru óstimpluð en af öllu útliti og gæðum að dæma þá virðast þau vera útlend. Aldur er óþekktur en augljóslega eru áhöldin gömul. Þau gætu verið frá síðari hluta átjándu aldar. Þetta eru góðir, vandaðir og snotrir gripir.

Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Þingeyri, afhenti gripina fyrir hönd sóknarnefndar Hrafnseyrarkirkju. Í nefndinni sitja Hreinn Þórðarson, Hildigunnur Guðmundsdóttir, hjón á Auðkúlu og fyrrum sóknarnefndarfólk Hallgrímur Sveinsson og Guðrún Steinþórsdóttir.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana