Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEyjólfur Eyfells 1886-1979
VerkheitiGullfoss
Ártal1915

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð47,5 x 81 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakEyja, Fjall, Sjór, Skip

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8053
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Safn Markúsar Ívarssonar

EfniOlíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturEyjólfur J. Eyfells-Erfingjar , Myndstef

Merking gefanda

Úr safni Markúsar Ívarssonar.


Heimildir

"Mynd Eyjólfs Eyfells af Gullfossi komst samtímis í vörslu föður míns 1969 og til mín 1982. Magnús Björnsson sem var giftur Guðrúnu móðursystur minni hafði mikið dálæti á myndinni, enda skipstjórnarlærður og fæddur í Engey. Magnús fullyrti að hátíðarflöggin (signal) á skipinu væru upphífð í kórréttri röð. Myndin er augljóslega máluð í Örfirisey þar sem nú er bryggja olíufélaga á lokuðu svæði. Einhverju sinni kom á skrifstofu mína Sveinn Ólafsson sem allan sinn feril starfaði hjá Eimskipafélaginu. Sveinn sagði frá því að þegar Gullfoss sigldi í fyrsta sinn frá Danmörku til Íslands, á árinu 1915, þá var danski fáninn málaður á síðuna til að undirstrika hlutleysi Danmerkur og þar með Íslands í fyrri heimstyrjöldinni. Gullfoss kom síðan við í Vestmannaeyjum þar sem málað var yfir danska fánann. Þessi frásögn rifjaðist upp með mér þegar farið var að huga að
ráðstöfun myndarinnar. Nágranni minn Sigurður Pétursson, sonarsonur og alnafni skipstjórans í ferðinni hafði aldrei heyrt á þetta fánamál minnst, en taldi óhugsandi að afi sinn hefði haft frumkvæði að slíku. Bróðursonur Sigurðar skipstjóra og lengi stýrimaður hans, Stefán Guðmundsson hafði einnig aldrei heyrt á þetta minnst. Aðrar frásagnir svo sem í Öldinni okkar og viðtal Valtýs Stefánssonar við Sigurð Pétursson skipstjóra láta þessa einskis getið. Bragi Kristjónsson fornbókasali benti mér að hafa samband við Sigurlaug Þorkelsson (Silla) sem áður hélt utan um minjasafn Eimskipafélagsins. Sigurlaugur staðfesti að málað hefi verið yfir danska fánann og bætti því við að þetta hefði verið fyrirskipað af fyrsta forstjóra Eimskipafélagsins, Emil Nilsen, sem var danskur. Tók Emil á þessu fulla ábyrgð enda gert í virðingarskyni við Íslensku þjóðina. Ekki er vitað hvenær eða af hvaða tilefni Markús afi minn eignaðist myndina" (Heimild tölvupóstur frá Sverri Sveinssyni 10.12.2007).


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.