LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurBjarki Bragason 1983-
VerkheitiLetters between B and C
Ártal2011

GreinNýir miðlar - Innsetningar
Tímalengd00:05:
Eintak/Upplag1
EfnisinntakGróður, Plöntusafn, Safn, Samskipti

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8959
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Listaverkasjóður Amalie Engilberts

Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturBjarki Bragason 1983-, Myndstef

Lýsing

Á milli B og C (Letters Between B and C) er verkefni þar sem samtal um tvö ólík söfn kemur fyrir. Söfnin innihalda plöntusýni frá sitthvorum tíma og stað, en titillinn vísar í bréfaskriftir sem voru grunnur þess að annað safnið varð að veruleika. Um sumarið 2009 í janúar 2010 tók Bjarki sýni af öllum plöntum og trjám í garði sem tilheyrði látnum ættingja, en framtíð garðsins var óákveðin. Söfnunin hafði í fyrstu engan áþreifanlegan tilgang, var heldur framkvæmd sem leið til þess að velta fyrir sér ferli
söfnunar og minnis. Sumarplönturnar voru þurrkaðar og frágengnar eftir hefðbundnum leiðum, en vetrarsýnin geymd í kössum, þar sem þau voru óreiðukenndari, en verkfæri til þeirrar sýnatöku gleymdust. Hitt safnið myndaðist frá haustinu 2010 fram til vorsins 2011, í gegnum bréfasamskipti Bjarka við plöntufræðinginn Clyde, sem starfar við arkíf plöntusafns á Hawaii. Safnið samanstendur af brotnum leifum af plöntusýnum frá ýmsum tímabilum, en plönturnar eiga það sameiginlegt að vera útdauðar eða í
útrýmingarhættu. Clyde hafði að ósk Bjarki farið í gegnum ómælt magn sýna, og hrist þau lauslega og safnað, með leyfi stjórnar safnsins, brotunum sem af féllu og sent honum í bréfapósti. (http://www.sudsudvestur.is/bjarkibragason.htm sótt: 19.02.2014).

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.