LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiNálaprilla, Nálhús
TitillNálhús

StaðurKvennaskólinn Blönduósi
Annað staðarheitiHúsmæðraskólinn Árbraut 29
ByggðaheitiBlönduós
Sveitarfélag 1950Blönduóshreppur
Núv. sveitarfélagBlönduósbær
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerHIS-2442
AðalskráMunur
UndirskráHeimilisiðnaðarsafnið
Stærð7,5 x 8,5
EfniFlauel
TækniBaldýring

Lýsing

Nálhús - Nálhús úr svörtu flaueli puntað með gulli/balderingu. 7,5 sm að ofan og mjókkar aðeins niður. Álftafjaðrir notaðar fyrir nálarnar og á milli nálana er lagðar gullsnúrur. Á lokið er balderað stíliserað blóm með stökum blaði hvoru megin við legg. Kringlótt blóm útfyllt með stímum og palliettum. Sik - sak munstur í borða meðfram kanti á loki. Lokið er ávallt og lokað með yfirdekktri tölu - Saga: Jónína Eggertsdóttir færði safninu prilluna frá Helgu en fósturamma hennar var Sigurlaug Jóhannsdóttir fædd 1905. Þegar Sigurlaug var á Kvennaskólanum á Blönduósi á árunum 1923-27 (þarf að ath) þá gaf ein kennslukonan henni nálarprilluna. Hún hafði gert hana handa henni. Þær sem koma til greina eru: 1. Kristjána Pétursdóttur, forstöðukona, hún kenndi að öllum líkindum handavinnu. 2.Rannveig Jónasdóttir kenndi karlmannafata- og sennilega þjóðbúningasaum. 3. Rannveig Hansdóttir Líndal kenndi matreiðslu 4. Sigríður Theódórsdóttir kenndi bóklegar greinar, orgelspil og söng.

Þetta aðfang er í Heimilisiðnaðarsafninu. Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.