Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurLibia Castro 1970-, Ólafur Árni Ólafsson 1973-
VerkheitiLandið þitt er ekki til
Ártal2011
FramleiðandiArtis ehf.

GreinSkúlptúr - Lágmyndir
Stærð200 x 700 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakSjálfsmynd, Þjóð

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8849
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniJárn, Ljós
AðferðTækni,Skúlptúr
HöfundarétturLibia Castro 1970-, Myndstef , Ólafur Árni Ólafsson 1973-

Lýsing

Landið þitt er ekki til – by Markús Þór Andrésson
Myndlistarmennirnir Libia Pérez de Siles de Castro (f. 1971) og Ólafur Árni Ólafsson (f. 1973) hafa starfað saman um nokkurt skeið og eru búsett í Hollandi. Á Listahátíð síðasta vor sýndu þau í ASÍ verkið “Kafli 3: Peningahávaðinn” og var gestum boðið að þræða húsakynni safnsins, sýningarsali, geymslur, skrifstofur og svalir. Um allt ómaði úr hátölurum fiskiðjuhávaði, en á nokkrum stöðum, innan dyra og utan, gat maður sett á sig heyrnartól og heyrt frásagnir fólks af lífi sínu og störfum tengdum fiskverkun. Verkið enduspeglaði meðal annars að fagið er mannað að miklu leyti af fólki af erlendum uppruna sem hefur sest að á Íslandi til lengri eða skemmri tíma, og sögur þeirra eru spegill alþjóðlegrar þróunar fólksflutninga. Það er gott dæmi um vinnuaðferð listamannanna sem taka mið af þeim stöðum sem þau sýna á, dvelja þar og vinna í samstarfi við íbúana. Sýningin sjálf verður þannig afrakstur vinnuferlis, hluti af framvindu sem ekki sér fyrir endann á og áhorfandinn beinn þátttakandi. “Landið þitt er ekki til” er verkefni sem hefur verið í gangi lengi og sér ekki fyrir endann á. Ólafur og Libia hafa komið þessari setningu á framfæri á mismunandi tungumálum víða um heim og í ólíku samhengi. Hún hefur birst sem tilkynning í útvarpi, auglýsing í sjónvarpi, veggteikning á húsum, blaðsíða í tímaritum og dagblöðum og víðar. Þannig skoða listamennirnir möguleika myndlistar til að fara út fyrir listasöfn og stofnanir og blandast samfélaginu á óhefðbundinn hátt. Fyrst og fremst ber verkið þó með sér grundvöll til viðbragða og umræðna, því það ávarpar lesandann á stuðandi hátt. Hvað þýðir þetta, hvaða land er verið að tala um og hver er meiningin með því að halda því fram að það sé ekki til? Rétt eins og verkið á Listahátíð hvetur það til þess að maður leiði hugann að þjóðerni og sjálfsvitund og endurmeti gildi sem maður álítur fyrirfram gefin. Um leið og það býður upp á hugleiðingar um land sem þann stað sem þjóð byggir má hugsa sér land í bókstaflegri merkingu og velta fyrir sér náttúru og landslagi. Verkið er algerlega opið þegar kemur að túlkun þess og veltur á áhorfandanum sem getur leitt það hjá sér eins og hverja aðra þversögn eða tekist á við þau aðkallandi málefni sem það varpar fram.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.