Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJúlíana Sveinsdóttir 1889-1966
VerkheitiEiríksjökull
Ártal1922

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð62,5 x 80 cm
EfnisinntakJökull, Landslag, Óbyggðir

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-172
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturJúlíana Sveinsdóttir-Erfingjar 1889-1966, Myndstef

Sýningartexti

Eiríksjökull er formfagur móbergsstapi og hæsta fjallið á vestanverðu landinu sem hefur fangað athygli margra málara. Meðal þeirra er Júlíana Sveinsdóttir, sem var í hópi þeirra frumherja íslenskrar myndlistar sem heimsótti Húsafell í Borgarfirði um og upp úr 1920 og sótti sér myndefni í stórbrotið umhverfið. Júlíana hafði þá nýlokið námi í Kaupmannahöfn og má segja að hún sé natúralískur málari, undir sterkum áhrifum Jóns Stefánssonar hvað varðar formmótun og litanotkun. Í upphafi ferilsins sýnir Júlíana gjarnan vítt myndsvið og skiptir myndfletinum niður á hefðbundinn hátt í forgrunn, miðhluta og bakgrunn eins og hér má sjá og hér er fremur um að ræða skrásetningu umhverfisins en huglæga túlkun. Ólíkt öðrum frumherjum íslenskrar landslagslistar, sem unnu víða um land, málaði Júlíana svo til eingöngu á Suður- og Vesturlandi en Vestmannaeyjar voru henni hugleikið viðfangsefni, enda var hún fædd og uppalin þar.

 

Eiríksjökull is a beautifully formed tuff mountain and the tallest mountain in the western part of the country. It has been the subject of many painters. Amongst these is Júlíana Sveinsdóttir, one of a group of pioneers of Icelandic art who visited Húsafell in Borgarfirði around and after 1920 and drew her subject matter from the magnificence of the environment. At the time, Júlíana had recently finished her studies in Copenhagen and she can be called a naturalistic painter, strongly influenced by Jón Stefánsson’s use of form and colour. At the beginning of her career, Júlíana often used a wide picture plane, dividing it in a traditional manner into foreground, middle ground and background, as can be seen here, recording the environment around her rather than focusing on her own subjective interpretation. Unlike other pioneers of Icelandic landscape art,  Júlíana painted almost exclusively in the South and the West. The Westman Islands, where she was born and raised, were also a subject close to her heart. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.