LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniBóndi, Hestur, Heybandslest
Nafn/Nöfn á myndKristleifur Þorsteinsson 1861-1952,

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-9-23
AðalskráMynd
UndirskráLjósmyndasafn Borgarfjarðar
Stærð9 x 14 cm
GerðPóstkort

Lýsing

Ljósmyndir frá Pálínu Ólafíu Pétursdóttur (1876 - 1964). 

Foreldrar Pálínu voru Pétur Þorsteinsson hreppstjóri og Katrín Vigfúsdóttir, á Grund. Maður Pálínu var Hans O. Devik (1867 - 1920), saman eignuðust þau eitt barn; Ólaf (1909 - 1981).

Pálína var kennari og var hún m.a. nokkra vetur á Borg á Mýrum, einnig í Reykholtsdal, Skorradal og víðar. Hún hætti að kenna eftir 1906 og fluttist aftur heim að Grund í Skorradal þegar maðurinn hennar fór til Noregs árið 1910. Flutti svo til Ólafs sonar síns í Reykjavík árið 1936 og bjó þar til dánardags.

Unnur María Figved (f. 1935) afhenti Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar myndirnar til varðveislu. Pálína var tengdaamma Unnar sem var gift Gunnari Ólafssyni (1934 - 1985).

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.