Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristján Davíðsson 1917-2013
VerkheitiMálverk
Ártal1995

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð120 x 100 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-5742
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturKristján Davíðsson-Erfingjar 1917-2013, Myndstef

Lýsing

Að skynja umhverfið eins og opin barnsál eða með svipuðum hætti og frumbyggjar sem lifa í tengslum við náttúruna er áskorun fyrir myndlistarmann fæddan á vesturlöndum. Slíka viðleitni má sjá í verkum áhrifavalda í list Kristjáns Davíðssonar svo sem Paul Klee og Jean Dubuffet. Þessi áhrif felast m.a. í bernsku sakleysi og frjálsræði í meðferð hlutfalla. Þá má einnig rekja aðferðafræði Kristjáns til bjartsýnistrúar Deweys. Kristján var við nám við Barnes foundation 1945-47 og varð hann fyrir áhrifum frá amerískum abstrakt expressjónisma en einnig frá evrópskum listamönnum sem stofnunin varðveitir og Dr. Albert V. Barnes viðaði að sér á árunum 1912 – 1951. Þar er að finna mörg meistaraverk impressjónistanna frönsku auk listar frumbyggja Ameríku og Afríku. Kristján átti þátt í að losa um íslensku strangflatarlistina á sjötta áratugnum og innleiða ferska strauma sem rekja má til dvalar hans vestanhafs og í París. Verk hans endurspegla þrá mannsins eftir að verða eitt með náttúrunni, líkamlega og andlega. Hin tilfinningalega tjáning hans með pensilskriftinni eða fingrunum eða jafnvel trjágrein endurspeglar sýn hans og tilfinningar til náttúrunnar. Það þarf ekki sífellt að myndgera fjöllin blá í fjarska heldur má það alveg eins vera jarðarsvörðurinn við fætur okkar sem vekur áhuga hans. Hvítur striginn leikur með og mörkin milli teikningar og málverks verða óljós. RP


Heimildir

Kristján Davíðsson. Ritstj. Halldór Björn Runólfsson. Listasafn Íslands 2007. Mynd bls. 79.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.