Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEggert Pétursson 1956-
VerkheitiMálverk - án titils
Ártal1993

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð80,5 x 110,5 cm
EfnisinntakBeitilyng, Gróður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-5745
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturEggert Pétursson 1956-, Myndstef

Sýningartexti

Myndheimur Eggerts Péturssonar hverfist um jurtir í öllum þeim fjölbreytilegu myndum sem finna má í náttúru Íslands. Sjónarhornið er ætíð mjög afmarkað, líkast því að listamaðurinn sé með augun ofan í sverðinum eða fylgist með jurtabreiðunum í öllu sínu veldi. Þannig lýsir megnið af málverkum Eggerts plöntumynstri alsettu margfeldi ákveðinnar tegundar þótt einnig, og einkum í seinni tíð, megi finna fjölmörg dæmi um stakar plöntur í verkum hans, sem draga athyglina frá heildinni. Það verkefni hlýtur að hafa vegið þungt í vali hans á fyrirmyndum þegar fram í sótti. Beitilyngið í Málverki – án titils ber með sér að um mikla þrekraun er að ræða þar sem málverkið er í stærra lagi og flöturinn þakinn blómskrúði jurtanna. Útkoman er þéttriðið net af rauðfjólubláum klösum í grænu lyngi, sem teygjast og sveigjast upp eftir myndfletinum og mynda órofa og jafna heild án útúrdúra. Ef marka má frásagnir listamannsins var beitilyngið málað þegar hann bjó í Leeds á Englandi og reyndi að muna eftir flóru Íslands þar eð bresk flóra hentaði honum illa og ruglaði tilfinningu hans fyrir litum. Alflatarmálverk hans af gróandinni spruttu ekki einvörðungu af ást listamannsins á blómum; í vitund hans bjó einnig gagnrýni á expressjónisma þeim sem tröllreið íslenskri listmálun á tímum „nýja málverksins“ svokallaða. Nákvæmnisvinnan í Málverki – án titils er því dæmigert andóf við ríkjandi liststefnu.

 

The visual world of Eggert Pétursson focusses on plants in all their various forms, as found in Iceland. The viewpoint is always very restricted, as if the artist has his eyes in the ground cover or is observing the expanse of plants in all its glory. Most of Eggert’s work thus portrays a pattern of vegetation covered with multiple plants of a particular speciPainting – untitled is thus a typical act of defiance in the face of prevailing trends.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.