Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurVictor Vasarely 1906-1997
VerkheitiSorata II
Ártal1956-1957

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð88 x 80 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-1133
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

AðferðTækni,Málun
HöfundarétturMyndstef , Victor Vasarely 1906-1997

Merking gefanda

Gjöf frá Listasafnsfélaginu 1958.


Lýsing

Olía á viðarplötu (krossviðsplata) – mögulega sé pappír límdur á viðarplötuna en ég get ekki alveg staðfest það.(Steinunn Harðardóttir, 19.8.2024).


Sýningartexti

Victor Vasarely er jafnan nefndur faðir op-listar, en hann einbeitti sér að athugunum á sjónrænni skynjun síkvikra forma og hjá honum urðu þau aðalviðfangsefni málverksins. Verkið Sorata II er byggt upp af svörtum línum og formum á hvítum grunni í anda op-listar sem er sýnilegt í því hvernig sterkar birtuandstæður forgrunns og bakgrunns eru nýttar til þess að hafa áhrif á augað. Myndbyggingin er flókin í einfaldleika sínum, misþéttar lóðréttar línur umbreytast fyrir miðju verksins í tígullaga ferning sem jafnframt inniheldur ávalar bogalínur. Áhorf á málverkið getur ruglað og espað augun svo hreyfingar fram og aftur sem og til hliðar virðast koma í ljós á kyrrum fletinum. Líkindi við svart og hvítt nótnaborð hér og þar læðir einnig ómeðvitað að smá tónlist.

Vasarely hóf rannsóknir sínar á sjónblekkingum á námsárunum, 1929–1930, í fámennum framúrstefnulistaháskóla í anda Bauhaus í heimalandi sínu Ungverjalandi. Að lokinni heimsstyrjöld settist hann að í Frakklandi þar sem hann átti fyrst farsælan feril sem grafískur hönnuður áður en hann sneri sér aftur að málverkinu og hélt rannsóknum sínum áfram. Hann varð helsti boðberi op-listar og einnig hreyfilistar, ekki síst í gegnum gallerí Denise René í París sem hann stofnaði ásamt henni og varð helsta vígi geómetríunnar á sjötta áratugnum. Þannig hafði hann ýmis áhrif á þá íslensku listamenn sem á þeim tíma voru í París, ekki síst Eyborgu Guðmundsdóttur sem var nemandi hans.

Verk Vasarelys var gefið Listasafni Íslands árið 1958 af Listasafnsfélaginu, sem var fámennt óháð félag og hafði það eina markmið að kaupa eitt listaverk á ári eftir góðan og viðurkenndan erlendan listamann og gefa það safninu.

 

Often referred to as the grandfather of op art, Victor Vasarely explored the potential for optical illusion in geometric abstraction, which became the main subject of his artistic career. Sorata II is constructed of black lines and forms on a white background. The spirit of op art is evident in the powerful contrast between light and dark, foreground and background, and how these juxtaposing elements impact the eye. Despite its apparent simplicity, the composition is nonetheless complex, with vertical lines of various widths transforming the center of the work into a square-shaped diamond that contains ovoid lines. Looking at the work can confuse and irritate the eye so that backward and forward, and side to side movements begin to emerge on the otherwise calm surface. In certain places, the likeness to a black and white piano keyboard hints at a reference to music

Vasarely began his research into optical illusion during his student years, between 1929 and 1930, in an avant-garde art school that followed the Bauhaus spirit in his home country of Hungary. At the end of the Second World War, he settled in France where he enjoyed a successful career as a graphic designer before returning to painting and continuing his research. He became the most prominent proponent of op art and kinetic art, largely through Denise René’s Paris gallery, which he cofounded with her, and which became one of the most significant supporters of geometric art in the fifties. Both his work and the gallery influenced the Icelandic artists living in Paris at the time, notably Eyborg Guðmundsdóttir, who was his student.

Vasarely‘s work was donated to the National Gallery of Iceland in 1958 by Listasafnsfélagið, an independent association of friends of the Gallery composed of a handful of members with the sole objective of purchasing one work of art a year by a distinguished and recognized foreign artist to be donated to the museum.

 


Heimildir

Vísir - 22. september 1958 48. árgangur 1958, 208. tölublað, Blaðsíða 10.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.