LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSpjald

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2004-440-84
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð25 x 19,8 cm
EfniPappír
TækniPrentun

Lýsing

Spjald af dagatali í hvítum og ljósbláum lit. Myndin er í sömu litum og er 18 x 8,5 cm. að stærð. Myndin er tekin frá bílaverkstæðinu yfir Flæðar og fram Svarfaðardal. Undir myndinni er rammi sem er 18 x 2,7 cm. og í honum stendur"BÍLAVERKSTÆÐI DALVÍKUR SÍMAR: AFGREIÐSLAN 61123, SKRIFSTOFAN 61122 PÓSTHÓLF 59". Tveir rammar 10 x 5 cm. að stærð eru á spjaldinu og í öðrum þeirra stendur"Viðgerðir á bílum, bátavélum og landbúnaðarvélum. Einnig margskonar nýsmíði.". Í hinum stendur"Smurstöð Esso bensín og smurolíur. Varahlutir í bíla og landbúnaðarvélar. Hjólbarðar, verkfæri o.fl.". Undir þessum römmum er merki KEA. Neðarlega og fyrir miðju er vörumerkið"pob".

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.