LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiBrýni, Brýnisbrot
Ártal870-934

StaðurHrífunes
Annað staðarheitiHrísnes
ByggðaheitiSkaftártunga
Sveitarfélag 1950Skaftártunguhreppur
Núv. sveitarfélagSkaftárhreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla

Nánari upplýsingar

Númer2011-108-1
AðalskráJarðfundur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
Stærð7 x 1,1 x 0,5 cm
Vigt10,5 g
EfniFlöguberg
TækniSteinsmíði

Lýsing

Lítið brýni, nú brotið í þrjá hluta sem falla saman en þó vantar í það. Það er líkt þeim brýnum sem fólk bar á sér í þveng t.d. við belti sér. Slík brýni voru notuð til að brýna smá verkfæri, sbr. nálabrýni. Þar sem ekki er gat á brýninu hefur það sennilega verið borið í pyngju e.t.v. ásamt öðrum persónulegum munum. Brýnið hefur ferhyrningslaga snið og dregst að sér til annars enda, þess neðri. Það er slitið á öllum hliðum, endar þess eru fremur grófir en þverskornir. Lengd 6,9 mm, breidd 12 mm, þykkt 9 mm. Þyngd 10,5 g. Brýnið er innflutt frá Noregi, ljósgrátt af Eidsborg gerð. Brýni svipaðrar gerðar er Þjms. 1964-111 frá Vatnsdal (Patreksfjarðarhreppi) en þar fannst smátt brýni, án gats eða grófa fyrir þveng (Kristján Eldjárn. 2000.118).


Heimildir

Hildur Gestsdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir, Uggi Ævarsson og Elín Ósk Hreiðarsdóttir (2014): Kumlateigur í Hrífunesi í Skaftártungu 5. Í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 2014. Bls 7-34.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana