LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, Kistill, Útskurður

StaðurLón
ByggðaheitiViðvíkursveit
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiHjálmar Jónsson
GefandiAnna Kristín Gunnarsdóttir 1952-, Birna Þóra Gunnarsdóttir 1957-
NotandiJófríður Björnsdóttir 1927-2000

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5270/2017-70
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð27 x 16,7 x 14 cm
EfniFura, Járn, Kopar
TækniTrésmíði

Lýsing

Kistill úr furu, allur útskorin. Kistillinn er sagður vera skorinn af Bólu-Hjálmari. Stærð hans er 27 x 16,7 x 14 cm. Lokið nær lítið eitt út fyrir gaflana og er 28,5 x 16,7 cm.

Framhlið, bakhlið, gaflar og lok eru öll útskorin. Klinka er framan á kistlinum, sem gengur í lykkju, til að loka. Hvort tveggja úr koparþynnu.

Lamir eru sömuleiðis úr koparþynnu og hafa verið grópaðar inn í sætin og negldar á með járnnöglum. Önnur loklömin er laus að utanverðu. Kistillinn er allur negldur framan með misgömlum járnnöglum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.