LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Alfred Legrand Cloizeaux 1817-1897
MyndefniKaupstaður, Þéttbýlisbyggð
Ártal1845

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr/2003-462
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn
GerðSólmynd - Daguerreótýpa, Litskyggna
GefandiÚr fórum safnsins

Lýsing

Eftirtökufilma af tveimur daquerrrotýpum sem steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux tók í Reykjavík sumarið 1845. Frummyndirnar eru varðveittar í Musée des arts et métiers du C.N.A.M.  í París., Frakklandi. Þetta eru einu þekktu daguerreótýpurnar teknar af umhverfi á Íslandi sem varðveist hafa.

Myndirnar eru rammaðar inn saman undir einu kartoni og með áprentuðum textum undir hvorri mynd. Undir annarri stendur: Vue de la Rade de REIKIAVIK (Islande). Undir hinni stendur: Vue de REIKIAVIK (Islande). Á fyrri myndinni er horft yfir Grjótaþorpið til hafnarinnar. Seinni myndin er tekin frá Austurvelli og upp í Þingholtin. Hornið af Latínuskólanum er yst og framan við hann er stakt hús Hansenshús, þá hús Stefáns Gunnlaugssonar, land- og bæjarfógeta, pakkhús og verslunarhús Knudtzons kaupmanns, sem síðar urðu hús Bernhöfts bakara og sést í horn á Stiftamtmannshúsinu. Það villir sýn að líkt og aðrar daguerreótýpur eru myndirnar speglaðar.

Æsa Sigurjónsdóttir hefur fjallað um myndatökur Des Cloizeaux á Íslandi í bók sinni Ísland í sjónmáli. 


Heimildir

Aðfangabók Ljósmyndasafns Íslands 2003. Æsa Sigurjónsdóttir. Ísland í sjónmáli. Reykjavík 2000.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana