LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiTaðkvörn
MyndefniTaðkvörn
Ártal1880-1950

StaðurHagi/
Annað staðarheitiSvangi
ByggðaheitiSkorradalur
Sveitarfélag 1950Skorradalshreppur
Núv. sveitarfélagSkorradalshreppur
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÞórður Runólfsson 1896-1998
NotandiÞórður Runólfsson 1896-1998

Nánari upplýsingar

Númer1014/1997-1-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð151 x 74 x 96 cm
EfniMálmur, Viður

Lýsing

Í taðkvörninni var malaður búfjáráburður (tað) til þess að hann nýttist gróðrinum betur. Taðkvörnin er sennilega íslensk hugmynd. Þá fyrstu smíðaði Gísli P. Sigmundsson á Ljótsstöðum í Skagafirði og var hún kynnt á búfjársýningu að Garði í Hegranesi 10. maí 1880. Lengi vel var taðkvörnin ,,...eina tækið sem notað var við bústörf utan húss með því sniði, að telja má það til búvéla"... skrifaði Árni G. Eylands. Ef til vill má því kalla taðkvörnina fyrstu íslensku búvélina. Þessa taðkvörn átti Þórður Runólfsson í Haga í Skorradal. Hún er með borgfirsku lagi. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.