LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSpaðaherfi
MyndefniHerfi, Spaðaherfi
Ártal1910-1930

StaðurBirnustaðir, Blámýrar
ByggðaheitiLaugardalur
Sveitarfélag 1950Ögurhreppur
Núv. sveitarfélagSúðavíkurhreppur
SýslaN-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland

NotandiKarl Gunnlaugsson 1909-1982, Valdimar Sigvaldason 1884-1963, Valdimar Valdimarsson 1918-1994

Nánari upplýsingar

Númer1168/1997-2-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur, Viður

Lýsing

Spaðaherfi, Hankmo herfi eða bíldherfi. Rauðmálað með viðarpalli. Gripurinn er í láni frá Jóni Karlssyni frá Birnustöðum síðan október 1997. Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum í Ögursveit segir sögu gripsins:  

Herfið mun hafa verið keypt skömmu eftir 1930. Fyrstur átti það Valdimar Sigvaldason á Blámýrum en síðan eignaðist Valdimar, sonur hans, það en hann bjó á Strandseljum í Ögursveit. Að lokum fór það til Karls á Birnustöðum en Jón sonur hans lánaði herfið í Búvélasafnið á Hvanneyri ....... Herfið var tveggja hesta að sögn Sigurjóns á Hrafnabjörgum; dregið á hemlum. Fleiri  herfi þessarar gerðar voru á bæjum þar í Ögursveit, töluvert notuð. Herfið var notað til jarðvinnslu eftir að þúfur höfðu verið pældar eða plægðar niður. Trépallur var á herfinu og á hann var sett þynging; stundum sat ekillinn þar. Sigurjón minnti að herfið hafi verið rautt, a.m.k. pallurinn á því, og að tindaásarnir hafi verið grænir á lit. (Ársbók Landbúnaðarsafnsins 1998). 


Sýningartexti

Hankmo - herfi


Á árunum 1910-1915 kynntust Íslendingar Hankmoherfunum (hnífaherfum). Þau komu frá Finnlandi og reyndust henta vel hérlendis. Enn í dag eru notuð Hankmo-herfi. Við flutning var herfunum hvolft og þau dregin eins og sleði. Þannig mátti hlífa hnífum þeirra. Þetta herfi er frá Blámýrum í Ögursveit. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.