LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiDiskaherfi, Herfi
MyndefniDiskaherfi, Herfi
Ártal1930-1950

StaðurStóra-Sandfell 1, Vað
ByggðaheitiSkriðdalur
Sveitarfélag 1950Skriðdalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiGuðmundur Ármannsson 1945-
NotandiHermann Jónsson 1915-1991

Nánari upplýsingar

Númer1169-19/2002-2-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur

Lýsing

Á hesta-skeiði jarðræktar íslenskra bænda, á fyrri hluta síðustu aldar, reyndu þeir margs konar herfi til að vinna jarðveg undir sáningu. Hér höfum við diskaherfi en það er líklega sú tegund herfa sem mest hefur verið notuð hérlendis fyrri og síðar. Þetta herfi þurfti minnst tveggja hesta dráttarafl. Herfið kemur frá Stóra-Sandfelli í Skriðdal og er frá 4. áratug síðust aldar. 

Hemlabúnaðurinn sem hér hefur verið komið á diskaherfið er frá Árdal í Andakíl. 


Sýningartexti

Herfað með hestum

Diskaherfi kom gjarnan til jarðvinnslunnar á eftir plógnum við túnrækt og akuryrkju. Þegar diskaherfi eins og þetta var dregið af hestum þurfti ekki færri en þrjá hesta til dráttarins. Herfingin var mjög aflfrekt og erfitt verk. 

Það þurfti að jafna átakinu sem best á milli hestanna. Til þess var notaður dráttarbúnaðurinn sem við sjáum hér. Hann kallast hemlar (nafnið skefli var einnig þekkt - hvk). 

Frá hverjum hemli gengu tvær (afl)taugar fram í aktygin á hestunum. 

Sá, sem verkinu stjórnaði, sat ýmist á herfinu eða gekk á eftir því og hafði aktauma á hestunum til þess að stýra þeim. 

Hemlarnir eru liðtengdir innbyrðis. Þannig fengu hestarnir örlitla tilfinningu fyrir átaki hvers annars. Það gat létt þeim verkið og dregið úr rykkjum í átökum þeirra. 

Til var hemlabúnaður þar sem stilla mátti átakið á hvern hemil. Hemlarnir eru nefnilega eins konar "vogarstangir". Það kom sér vel hestarnir þrír voru missterkir. 

Í erfiðri vinnu, t.d. við plægingu og herfingu, þurfti svo að hvíla hestanna reglulega - á 1-2 klst fresti.

Diskaherfið er frá Stóra Sandfelli í Skriðdal en hemlabúnaðurinn Árdal í Andakíl. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.