LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniBarn, Íbúðarhús, Stigi

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2014-46-204
AðalskráMynd
UndirskráLjósmyndasafn Borgarfjarðar
Stærð6,5 x 11 cm
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Úr ljósmyndasafni Júlíönu Jónsdóttur (1876 - 1957). Hún var dóttir Jóns Jónssonar og Sigríðar Þorbjargar Jónsdóttur, frá Stóra-Kálfalæk. Júlíana giftist Bjarna Helgasyni (1870 - 1942) og bjuggu þau í Reykjavík, að Kárastíg 2. Júlíana og Bjarni eignuðust tvo syni: Helga (1905 - 2000) og Ólaf (1915 - 1960)

Rósbjörg Jónsdóttir (1870 - 1970) - systir Júlíönu (þær áttu sama föður, en móðir Rósbjargar var Ingibjörg Andrésdóttir (1845 - 1913)), fór til Vesturheims ásamt móður sinni árið 1883. Því má greina myndir frá Kanada og Bandaríkjunum í safninu sem Rósbjörg og önnur skyldmenni sendu Júlíönu.

 

Helgi Bjarnason (f. 1953), langömmubarn Júlíönu, afhenti Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar þessar ljósmyndir til varðveislu.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.