LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiFugl, Gráhegri

Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiSteingrímur Þorsteinsson
GefandiSteingrímur Þorsteinsson 1913-2008

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-4
AðalskráMunur
UndirskráNáttúrugripasafn
Stærð85 x 62 cm
TækniUppstoppun

Lýsing

Gráhegri (Ardea cinerea) er vetrargestur frá Noregi en hingað koma aðallega vetrarfuglar. Stakir fuglar eða fáeinir sjást saman um land allt í fjörum, við ár, læki, tjarnir og vötn þar sem íslaust er og fisks að vænta oftast þó á S- og SV-landi. Gráhegri er afar háfættur og hálslangur, grár með fremur langan rýtingslaga gogg. Fullorðnir fuglar eru ljósari en ungfuglar og með hnakkaskúf. Vængirnir eru breiðir og fingraðir og minna á arnarvængi (Jóhann Óli Hilmarsson. 2011:97)

Þessi tiltekni uppstoppaði Gráhegri er ljósgrár að lit og með hnakkaskúf og má því álykta að hér sé um að ræða fullorðin fugl. Goggur fuglsins er málaður gulur en brúnn að ofan. Fuglinn er uppstoppaður í standandi stellingu og með vængi í hvíldarstöðu. Fuglinn stendur á leirfleti (93 cm. ummál) og er kanturinn málaður í jarðlitum sem eru grænn, gulur, svartur, hvítur og rauður. Ofan á fletinum er grænt gervigras.

 

 

 

Gefandi og uppstoppari er Steingrímur Þorsteinsson.

Steingrímur Þorsteinsson fæddist á Dalvík 13. október 1913 og lést Nóvember 2008. Eftir hefðbundna skólagöngu á Dalvík var Steingrímur við nám í Héraðsskólanum að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Á árunum 1930-1938 lauk Steingrímur við sveinsprófi húsamálun í Kaupmannahöfn og síðar menntaði hann sig í leiktjaldamálun og leiklist við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Steingrímur annaðist leikstjórn, leiktjaldamálun og lék sjálfur í flestum leiksýningum sem upp voru settar á Dalvík um áratuga skeið meðfram launavinnu, s.s. húsamálun, sjómennsku og fleiru. Þá tók hann að sér sviðsetningu leikverka og gerð leiktjalda víðar um Norðurland. Árið 1952 var Steingrímur ráðinn kennari við Dalvíkurskóla þar sem hann starfaði um þriggja áratuga skeið. Hann var mikill náttúruunnandi og listfengur mjög. Eftir hann liggur m.a. mikið safn málverka og uppstoppaðra dýra. Um langan tíma annaðist Steingrímur fuglatalningu á Dalvík enda afar glöggur á tegundir fugla og háttalag þeirra. (Steingrímur Þorsteinsson. Minningagrein. 2008)

Náttúrugripirnir í náttúrugripasafninu á Hvoli skipta hundruðum. Mesta athygli vekur safn uppsettra dýra sem Steingrímur Þorsteinsson stoppaði upp og gaf byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Segja má að Steingrímur sé einn helsti og besti stuðningsmaður safnsins frá upphafi með gjöfum sínum og sjálfboðavinnu við uppstoppun fugla og dýra. Á safninu er að finna flestar tegundir fugla sem verpa á Íslandi og nokkrar erlendar að auki. Í Svarfaðardal er óvenju ríkt fuglalíf og er Friðlandi Svarfdæla fyrsta votlendisfriðland sem stofnað var hér á landi, árið 1972.  (Hvoll Byggðasafn Dalvíkur)


Heimildir

Jóhann Óli Hilmarsson. (2011). Íslenskur fugla vísir. (3. útgáfa). Reykjavík: Mál og menning.

Hvoll Byggðasafn Dalvíkur. Náttúrugripir. Sótt 2. mars 2018 af https://www.dalvikurbyggd.is/hvoll/syningar/natturugripir.

Morgunblaðið. (2008). Minningargrein: Steingrímur Þorsteinsson. Sótt 02.03.18 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1257541/

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.