LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKútur
Ártal1946-1964

Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiValgeir Sigurðsson 1947-

Nánari upplýsingar

Númer2012-50-19
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð33 x 33 x 39 cm
EfniGreni
TækniBeykisiðn

Lýsing

Kútur eða lítil tunna. Á botni kútsins eru stafirnir TR sem standa fyrir Tunnuverksmiðju Ríkisins. Kúturinn er ónotaður og sem nýr. Kemur úr hraðfrystihúsinu Hrímni við Tjarnargötu á Siglufirði. Húsið er líklega frá árunum 1928-1930 og með elstu frystihúsum landsins. Gamla frystihús Ásgeirs Péturssonar, síðar hraðfrystihúsið Hrímnir hf. Valgeir Sigurðsson, veitingamaður á Siglufirði, er nú eigandi hússins og bauð hann starfsmönnum Síldarminjasafnsins að koma inn og hirða þá hluti sem verðugir eru fyrir safnið. Sá gjörningur átti sér stað 24. febrúar 2012 og voru við það tilefni skráðir um 20 munir sem ákvað var að safnið myndi varðveita. Venjuleg tunna, heiltunna, tekur um 120 lítra, hálftunna 60 ltr. og fjórðungur (kvartil) 30 ltr., áttungur var minnst og tekur 15 ltr. Kútar voru allar smátunnur kallaðar sem voru minni en hálftunnur, svo sem kvartil og áttungur. Legill  er einnig nafn á smákút (Silfur hafsins e. Ástvald Eydal Helgafell 1948 – bls. 115.  Hannes Baldvinsson viðtal í des ´08. Orðabók Menningarsjóðs) Sennilega voru 12 tunnuverksmiðjur reknar á Íslandi á 20. öld og helmingur þeirra á Siglufirði. Tunnuverksmiðja ríkisins var rekin á Siglufiði frá 1946-64, er hún brann. En hún var endurbyggð 1965 og starfaði til 1971.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.